Við leitum eftir málmsuðumanni / Plötusmið og/eða vönum rafsuðumanni á þjónustuverkstæði okkar í Reykjavík
Upplýsingar veitir Ólafur Már Símonarson, olafur.mar@odr.is
Umsóknir sendist á odr@odr.is, merkt starfsmaður á þjónustuverkstæði
Að loknu ráðningaferli verður öllum umsóknum svarað. Við hvetjum öll kyn til að sækja um.
Meginstarfsemi Olíudreifingar er dreifing og birgðahald á fljótandi eldsneyti. Olíudreifing rekur einnig bifreiða-, járnsmíða-, dælu- og rafmagnsverkstæði. Starfsmenn félagsins eru um 130 talsins á starfsstöðvum víðsvegar um landið. Starfað er samkvæmt gæðavottuðum vinnuferlum. Nánari upplýsingar um Olíudreifingu ehf. má nálgast á www.oliudreifing.is